Elsa Jóna Sveinsdóttir
Löggildur ökukennari

Sími: 899-1611 - keyra@keyra.is

Ökukennslubifreiðin er sjálfskipt Mazda CX30 AWD árgerð 2021.
Bifreiðin hentar mjög vel til ökukennslu vegna einstaklega góðrar hönnunar og þess hversu lipur og þægilegur bíllinn er í öllum akstri. 

Ökukennarinn

Elsa J. Sveinsdóttir heiti ég, bý í Kópavogi og starfa sem ökukennari á höfðuðborgarsvæðinu. Ég útskrifaðist sem löggildur ökukennari frá Kennaraháskóla Íslands (Háskóla Íslands) árið 2006 og hef síðan þá kennt fjölda fólks og átt farsælan kennsluferil.

Ásamt því að sinna hefðbundinni ökukennslu til B- réttinda (fólksbifreið), þá annast ég einnig akstursmat og undirbý fólk fyrir endurtöku- og aksturshæfnipróf.

Þá er ég félagi í Ökukennarafélagi Íslands www.aka.is. Starfssemi félagsins er að Þarabakka 3, 109 Reykjavík, 567-0360, tölvupóstur aka@aka.is

Félagið miðlar m.a. nýjungum og breytingum á sviði ökunáms og umferðarmála til félagsmanna sinna.

Á heimasíðu félagsins www.aka.is eru ýmsar gagnlegar upplýsingar og tenglar varðandi ökunám og ökukennslu.

Menntun

Grunnskólakennari frá Kennaraháskóla Íslands (Háskóli Íslands) 2008

Ökukennari frá Kennaraháskóla Íslands (Háskóli Íslands) 2006

Æfingaakstur

Þegar nemandi hefur hlotið nauðsynlegan undirbúning hjá ökukennara að lágmarki 10 kennslustundir, er heimilt að æfa akstur með leiðbeinanda í stað ökukennara.

Umsókn um heimild til æfingaaksturs með leiðbeinanda skal rituð á eyðublað (sjá nánar í ökunámsbók) sem gert er eftir fyrirmælum Samgöngustofu og staðfest af ökukennara nemandans. Leyfið skal gefið út á nafn nemanda og leiðbeinanda og til tiltekins tíma (allt að fimmtán mánaða).

Áritun tryggingafélags viðkomandi og leyfi Sýslumanns þarf síðan til þess að leiðbeinandi megi hefja æfingaakstur með ökunema.

Leiðbeinandinn þarf að hafa náð 24 ára aldri og hafa a.m.k. 5 ára reynslu af akstri bifreiða og gild ökuréttindi í þeim flokki ökutækja sem æfa á akstur með (hér er um flokk B að ræða). Þá má leiðbeinandi ekki hafa verið án ökuskírteinis vegna ökuleyfissviptingar á undangengnum tólf mánuðum, eða verið refsað fyrir vítaverða aksturshætti (sjá nánar í Reglugerð um ökuskírteini nr. 501/1997 IV. Viðauki/Ökunám).


Námskostnaður

Hver 45 mínútna kennslustund 13.900 kr.

Umsókn um ökuskírteini

Sótt er um hjá Sýslumanni, sjá verð og upplýsingar á vefsíðu Sýslumanns hér

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu, Hlíðarsmári 1, 201 Kópavogur

Netfang okuskirteini@syslumenn.is

Sími: 458-2000

Skrifstofan er opin alla virka daga frá kl. 8:30-15:00 nema föstudaga 08:30 - 14:00. Símaþjónusta er á sama tíma.

Sjá nánar um útgáfu ökuskírteina

http://www.syslumenn.is/utanrvk/leyfi_skirteini/okuskirteini/

Ökunámið

Ökunám til almennra réttinda eða B-réttinda, skiptist í fræðilegt og verklegt nám. Verklega námið fer fram hjá löggildum ökukennara, en fræðilega námið fer aðallega fram í ökuskóla, en einnig hjá ökukennaranum samhliða verklegri kennslu.

Ökunámið getur hafist þegar 16 ára aldri er náð og skriflegt ökupróf er hægt að taka allt að tveimur mánuðum fyrir 17 ára afmælið. Verklega ökuprófið getur farið fram tveimur vikum fyrir 17 ára afmælisdaginn, en tekur samt sem áður ekki gildi fyrr en á afmælisdaginn.

Ökunám hefst á því að nemandi eða foreldri/forráðamaður hefur samband við ökukennara sem hann velur sjálfur og sækir jafnframt um ökuskírteini hjá sýslumanni á því svæði sem hann býr. Í Reykjavík er það Sýslumaðurinn í Kópavogi, sem annast slíkar umsóknir sjá: www.sýslumenn.is. Umsækjandi sækir sjálfur um og þarf að hafa mynd meðferðis og vottorð frá lækni eftir því sem við á t.d. ef hann notar gleraugu eða er undir eftirliti læknis á einhvern hátt.

Þá eru teknir 1 til 4 verklegir ökutímar hjá ökukennara og hefur nemandi einnig nám við ökuskóla 1 og fer síðan í æfingaakstur með foreldrum/forráðamönnum að honum og 10 ökutímum loknum.

Þegar nemandi er orðinn nokkuð leikinn í æfingaakstri fer hann í ökuskóla 2 og hefur síðan samband við ökukennarann og pantar 2 ökutíma hjá honum í viðbót. 

Næst á dagskrá er ökuskóli 3 (www.okuskoli3.is), sem er í Álfhellu, 221 Hafnarfjörður, sími 570-9070 (nemandi pantar sjálfur tíma).

Eftir það er komið að skriflega prófinu hjá Frumherja Þarabakka 3, 109 Reykjavík, sími 570-9090, www.frumherji.is (nemandi pantar sjálfur tíma í það). 

Að skriflegu prófi loknu eru teknir a.m.k. 3 ökutímar í viðbót (15 ökutímar eru lágmark í heildina). Það er síðan ökukennarinn sem metur hvort fjölga þurfi ökutímum eftir það. 

Loks er komið að verklega prófinu, (ökukennarinn sér um að panta tíma í það).



Ökuréttindin

Almenn ökuréttindi gefa rétt til að aka fólks- eða sendibifreið sem er ekki þyngri en 3.500 kg og með sæti fyrir mest 8 farþega auk ökumanns.

Bifreiðin má vera með tengdan eftirvagn eða tengitæki sem er 750 kg eða minna að leyfðri heildarþyngd, eða sem er meiri en 750 kg að leyfðri heildarþyngd, en þá má leyfð heildarþyngd beggja ökutækja ekki vera meiri en 3.500 kg samtals.

Einnig mátt þú aka torfærutæki t.d. vélsleða, dráttarvél, þrí- og fjórhjóli og léttu bifhjóli. Einnig máttu aka vinnuvél í umferð en þó ekki vinna á hana, til þess þarf vinnuvélaréttindi (Ökuréttindi – Ökunám [án árs], tekið af vef Samgöngustofu).


Æfingapróf

Aka: Skoða

Samgöngustofa: Skoða

Sjóvá: Skoða

VÍS: Skoða

TM: Skoða


Einhverjar spurningar?

Hafðu samband, hlakka til að heyra í þér :)